UM OKKUR
Stofnað árið 2022 af feðgunum Antoni og Fjölni.
Fjölnir Már hóf störf sín við húsasmíði árið 1996. Útskrifast með sveinspróf árið 2001. Í dag er hann húsasmíðameistari, rekstrar-og byggingariðnfræðingur.
Anton Daði hóf húsasmíðistörf hjá föður sínum árið 2014 og hefur nýtt sér víðamiklu reynslu og þekkingu föður síns, sem varð til stofnun þessa fyrirtækis. Anton sér um daglegan rekstur félagsins ásamt almennum húsasmíða verkefnum ásamt verkefnastjórnun.
AF verktakar hafa verið að taka að sér uppsteypu á mannvirkjum, viðhalds vinnu, þakskiptingum og nýsmíði. Félagið hefur góðan og traustan mannskap sem kunna helstu hluti sem tilheyra allra helstu húsasmíði.
Vandvirknir, jákvæðir, metnaðarfullir.
Stefnan okkar
Stefnan okkar er að vera traustur verktaki í íslensku samfélagi, og viljum að fólk hafi okkur í huga fyrir allar þarfir sínar þegar það varðar um húsasmíði.
Við viljum skila verkefnum frá okkur til viðskiptavina vel, séu ánægðir og vilja nota okkur í framtíðar verkefni. Við leggjum mikla áherslu á það að starfsfólkið okkar sé fagmenntað og með viðeigandi réttindi þegar það varðar um vinnuvélar og annað slíkt. Við viljum vinna okkar verk vel og með góðum afköstum.
Teymið
-
Anton D. Fjölnisson
-
Fjölnir Már Geirsson
Gæðastjórnun- og eftirlit
Húsasmíðameistari, rekstrar-og byggingariðnfræðingur.
-
Hallgrímur Sveinþór Arason
Verkstjóri
-
Ísak Máni Ingimundarson
-
Karol Krzysztof Lesnieuski
Mótasmiður